Skrifa þarf nýja

Þetta er rétt hjá Ólafi. En höfundar hafa eitt sér til afsökunar. það eru veigamiklar villur í skráningu Hagstofunnar á upprunalandi innflutnings og viðtökulandi útflutnings. Tvær orsakir eru fyrir þessu, vara seld í gegn um sölufélög skráð í ESB, og umskipun á gámum til og frá Íslandi í fríhöfnum í ESB, t.d Rotterdam. Í sumum tilfellum getur fylgt þessu viðskiptalegt óhagræði fyrir Ísland, t.d. það sem kallað er  "transfer pricing" og nefnt var hækkun í hafi hér áður. En ýmis kostnaður, beinn og óbeinn, fylgir EES aðildinni sem betur þarf að koma fram.  Best væri að fleygja þessari skýrslu og skrifa nýja. Hallelúja afstaða skýrsluhöfunda fellur greinilega ríkisstjórninni vel í geð. EES dýrkunin þar á bæ er eins og þeim finnist að EES andstæðinga ætti að brenna á báli fyrir trúvillu.  


mbl.is Skýrslan „gagnrýnislaust varnarrit“ fyrir EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hér undir góða grein þína, professor emerite !

Ég var að vinna í yfirferð á þessari skýrslu og fannst t.d. snautlega lítið af tölulegum uppl. um útflutning til einstakra landa (afar grófar uppl. í kössum eða stöflum á bls.73) og svo vísa þeir bara í Hagstofu Íslands sem heimild, ekki í tiltekna bls. í riti né í vefgrein, svo að ég varð að leita þar sjálfur og fann lítið og nánast ekki neitt, fór þá á vefsíðu Seðlabankans og lenti þar í svipuðu þrátt fyrir leit. Vantar ekki Þjóðhagsstofnun hér? ;) En einhvern tímann voru þessar tölur nú í hagskýrslum árlega. 

Og alveg er þetta kunn staðreynd um útflutninginn til Hollands, sem þú rekur (Holland kemur líka undarlega stórt út á nefndum "stöflum"!).

Ég vil sundurgreina Noreg frá ESB, hann er ekki partur af ESB! Og hvað er átt þarna við (s.73) með "Evrópu" annars vegar og "utan Evrópu" hins vegar -- hvorum megin er Rússland haft? En það er vitaskuld ekki í ESB, ekki frekar en t.d. Úkraína, Sviss, Moldava eða Georgía o.fl. lönd, þannig að það þarf að leysa sundur þessa grófu tölu: 63%, sem hlutdeild "Evrópu" í okkar útflutningi!

Svo er makalaust, að engar neðanmáls- né eftirmálsgreinar eru hafðar í ritinu, ekki mjög fræðimannlega unnið né skv. venjulegum eksaktvidenskab. Þetta sá glöggur dr. Ólafur Ísleifsson vitaskuld, en mig grunar að þetta léttúðuga lið hyggist komast upp með ónákvæmni og hallelújasnið á þessu með því að hengja sig ekkert í nákvæmni!

Blessi þig.

Jón Valur Jensson, 3.10.2019 kl. 20:06

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi skýrsla er full af rangfærslum og hreinum ósannindum og tek ég undir hvert orð Jóns Vals Jenssonar.  Á blaðsíðu 108 er farið rangindi: Þar er talað um að ÁL njóti tollafríðinda vegna EES  samningsins.  Það er nefnilega EKKERT ál flutt til ESB, sannleikurinn er sá að EKKERT ÁL er flutt til ESB, heldur er allt ál flutt frá Íslandi til Rotterdam og þar er það sett í annað skip sem flytur það aftur til Kína (Shanghai). Þetta er bara eitt lítið dæmi.  En það sem vekur sérstakleg athygli er AÐ ÞAÐ ER HVERGI MINNST Á AÐ GALLAR FYLGI EES AÐILDINNI......

Jóhann Elíasson, 4.10.2019 kl. 10:26

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er sammála Greinarhöfundi og man ekki betur en að vinstri elítan hafi unnið sárstaklega skemmdarverk á bandaríkjamörkuðunum ásamt því að selja íslensk rótgróin fyrirtæki með vörumerkjum sem seldu líklega vinsælustu sjávarafurðir á þeim tíma Í bandaríkjunum. Þau voru það vinsæl að vesturstrandar eða frekar Alaska fiskur var oft seldur sem Íslands fiskur. Það veit ég frá fyrri tíð.

Valdimar Samúelsson, 4.10.2019 kl. 14:03

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég man það líka að Kanadamenn áttu í vandræðum að koma sjávarafurðum á Bandaríkjamarkaðin..

Valdimar Samúelsson, 4.10.2019 kl. 14:05

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, fiskurinn okkar er gæðavara, og nú er að koma í ljós, að Norðursjávarþorskur er hins vegar að glata sæmilegri vottunarstöðu sinni; það gerir Ísland bara enn betri kost fyrir Breta að fá þangað fiskafurðir okkar og að bjóða okkur fullt tollfrelsi á þær --- ólíkt Evrópusambandinu, sem með EES-samningnum "gefur" okkur jafnvel lakari tollakjör en Kanadamönnum!

Við væntanlega útgöngu sína úr Evrópusambandinu 31. þ.m. eru Bretar, ekki síður en við, í mikilli þörf fyrir trygg og góð viðskiptalönd. Bandaríkin ber þar raunar hæst, í beggja tilfelli.

Jón Valur Jensson, 4.10.2019 kl. 14:13

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sammála Jón Valur. það verður gaman að sjá hvað skeður þegar Bretar eru farnir frá EES/ESB. Mig grunar að einhvað muni ske í pólitíkinni á Íslandi. 

Valdimar Samúelsson, 4.10.2019 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband